1000 Ára
Sveitaþorp ehf

KARTÖFLUR
KARTÖFLUR

KARTÖFLUR

Nánar

SKRÆðUR

Nánar

Um okkur

- Hefirðu komið í Þykkvabæinn?
Nei, þangað hafði ég ekki komið.
- Þá verðurðu að fara þangað. Þetta er merkilegasti staðurinn á öllu Suðurlandi. Þessi staður, sem var að því kominn að fara í auðn fyrir nokkrum árum, á nú glæsilega framtíð fyrir sér. Og þar hafa verið unnin þrekvirki, sem þú ættir að kynnast. (Árni Óla, 1000 Ára Sveitaþorp, 1962, bls. 7).

HEIMILISFANG

1000 Ára Sveitaþorp
Hákot, Þykkvabæ,
851 Hella

SÍMANÚMER

859 6197

Hafa samband

Kartöflur

Náttúran er
vor milda móðir,
sem dýrar gjafir
gaf oss.
En ríkið er
vor eldri bróðir,
sem tók þær allar
af oss.

"Staten." Þýð.
Kristján Eldjárn.

KARTÖFLUR

Í meir en hálfa öld hefur lífið í þessu litla sveitafélagi snúist um kartöflurækt, sendinn og moldarblandaður jarðvegur skapar kjöraðstæður til kartöfluræktunar í Þykkvabæ. 1000 Ára Sveitaþorp pakkar íslenskum kartöflum í umhverfisvæna og neytendavæna umbúðir.

Skræður

Bragðheimur

Rifinn hvítlaukur og malaður pipar, einfalt og einstakt.


  • Hvítlaukur
  • Svartur Pipar

Skræður

Bragðheimur

Austurlensk áhrif, ertandi sterkt og eðal.


  • Chilli

UM SKRÆðUR

Matargerð og matarmenning víðsvegar úr heiminum hefur aldrei verið nær Íslendingum eins og í dag. 1000 Ára Sveitaþorp vill endurspegla forvitni landans og seðja hungur þeirra með spennandi réttum þar sem íslenskar matarhefðir eru framreiddar á nýjan máta. Skræður eru ein af þessum hefðum. Í yfir 100 ár hafa Skræður fyllt vasa kámleitra, klofstuttra, ferstrendra og fjólubláa Þykkbæinga sem snarl við skálaræðum og hvers kyns tækifæri. Gríptu í faxið á tækifærinu og prufaðu Skræður.